Thursday, May 29, 2008

Finnið eina villu


Jæja gott fólk, þessi mynd sýnir lyklaborðið á tölvunni minni. En það er eitthvað sem vantar. Finndu hvað vantar og skelltu því í athugasemdir.... aldrei að vita nema það séu verðlaun í boði

Tuesday, May 27, 2008

Mei tai


Jæja hvernig tökum við okkur út með pokann góða ??

Monday, May 26, 2008

Ein ég sit og sauma

Settist við saumavélina í dag og saumaði burðarpoka fyrir okkur Aron Kára. Læt hér fylgja nokkrar myndir af vinnunni en þar sem módelið er steinsofandi og engar myndir
hafa þvi verið tekar af okkur mæðginum með pokann í notkun.

En við bætum úr þvi á næstu dögum.












reversable

Sunday, May 25, 2008

Annasamur laugardagur


Það var mikið að gerast hjá okkur á laugardaginn. Dagurinn byrjaði snemma og vorum við mætt í kirkjuna á Ísafirði kl 13 til að sjá Svavar litla taka við studentsskýrteininu sínu.

Veisla á eftir og gaman. Svavar var flottur með hvítu húfuna og ég dró fram mina útskriftarhúfu dustaði af henni rykið og var með hana í kirkju og veislu, hefði samt verið miklu flottara ef hún hefði verið svört en jæja grá skal duga.

Svo var grill og eurovision partý hjá Leif og Petru og þar var mikið fjör og mikið gaman. Æðislegur matur og nóg að drekka :o) Aron Kári fékk að fara með i matinn en svo fór ég með hann heim og hann fór að sofa. Sá eldri fékk það ábyrgðarhlutverk að hlusta eftir litla bró. Mamman á taugum og starði á símann allt kvöldið stödd í þarnæsta húsi. Símtölin uðru nokkur og af mismunandi toga sem komu frá frumburðinum. Förum aðeins yfir þetta. Pössunin stóð fyrir í 4 klst eða frá kl 20 til miðnættis

Símtöl 1-3 HANN ER VAKNAÐUR !!!!!!!!!!!! og í öll skiptin hljóp ég heim til að hugga og gefa snuð

Símtal 4 Mamma mamma... símtal slitnði og ég stökk af stað heim... Innum dyrnar ég og fannst samt skrítið að heyra engan barnsgrát.. sá eldri stóð inní eldhúsi og sagði hurru má ég skreppa aðeins niður á bryggju þvi það var að koma stórlúða í land... jújú mamman samþykkti það en tók loforð að ekki yrði stoppað lengi svo ég kæmist aftur í partýið...

Simtal 5 MAMMA MAMMA.... símtal slitnaði og eins og áður þá stökk ég heim, enginn barnsgrátur.. hummmm.. Sá eldri enn inní eldhúsi "Mamma hvað ætlið þið að vera lengi?" Drengurinn beðin um að senda sms með svona spurningar.. hann lofaði þvi

Hálfnuð á leið heim... bankað á glugga í ofboði og bending um að koma til baka... ég sný við en í þetta sinn fór ég ekki upp og sá eldri kallaði "Hvenær ætlið þið eigilega að koma heim aftur, ég gleymdi því"

Símtal 6 MAMMA MAMMA.... enn og aftur stökk ég heim og þá var drengurinn að kvarta undan hávaða af neðri hæðinni og var hræddur um að bróðir sinn mundi vaknaa... jæja ég fór niður á Talisman lækkaði og fór svo aftur í fyrrnefnda eurovision partý

Ekki urðu fleiri símtölin þetta kvöldið en þarna var klukkan að nálgast miðnætti. Mamman orðin dauðþreytt á þessum hlaupum og ákvað að drífa sig bara heim og skríða í bólið...

Það fyrsta sem ég heyri þegar ég kem upp.... "jæja mamma hvað fæ ég borgað fyrir að passa"

Saturday, May 24, 2008


Já kannski ég ætti að fara að læra á gitar... hvernig tek ég mig út ???

Sunday, May 18, 2008

Systkyni

Stundum er ég spurð að þvi hvað ég eigi mörg systkyni... alltaf hika ég þvi systkynin eru jú nokkur stykki og líka soldið eftir þvi hvernig ég lít á það sjálf. Elli var spurður að þessu í brúðkaupinu okkar og gat ekki svarað fyrr en mamma stóð upp og veitti smá aðstoð.. ok förum bara aðeins yfir þetta
Ég er fædd Guðmundsdóttir en stundum þá er handritið soldið flókið. Ég eignaðist yndislega fjölskyldu þegar ég var rúmlega 5 mánaða. Upphaflega settið stóð af Eygló og Hans nokkrum Wiium/Wíum. Þau áttu saman 2 stráka Davíð og Villa en áður átti Hansi einhver 6 stykki krakka með fyrri konu sinni. Svo haga örlögin þvi til að Hansi fellur frá árið 1981 og þá stendur mamma uppi einstæð með 3 börn. Já árin líða og hún kynnist Þorvarði nokkrum Lárussyni sem ég er kennd við í dag en mamma var 3ja konan hans. Honum fylgdi 6 krakkar og svo 4 fósturbörn til viðbótar sem hann ól upp en þau börn eru fyrri börn hinna 2ja kvenna sem hann giftist/bjó með.

Samtal sem ég átti við kunningjakonu mína í dag var svohljóðandi

J: Ég komst inní Háskólann á Akureyri og er að byrja í fjarnámi frá þeim í hjúkrun frá Ísafirði í haust

V: Til hamingju með það, þarftu þá ekki að fara reglulega til Akureyrar ?

J: Jú og fyrsta ferðin verður núna í lok ágúst þegar nýnemadagar verða á Akureyri

V: ok og áttu einhverja ættingja þar

J: Já, stjúphálfbróðir minn í föðurætt býr þar !!!

Samtalið varð ekki mikið lengra þar sem ég nennti ómögulega að útskýra hvernig þessum málum sé háttað, fór bara glottandi í burtu og konugreyið hristi bara hausinn ;)

Svarið sem ég gef við þessari upphaflegu spurningu í þessum pistli er svona
Ég á 2 bræður mömmumegin og svo eina systur og 5 bræður pabba megin.

Einfalt,fljótlegt og samþykkt í nútíma fjölskyldumynstri árið 2008


Prófa fídusana á þessu dóti hérna

Árla dags

Jæja prófum þetta blogg og sjáum svo til hvað ég endist