og blogga hér með í 3. sinn í þessari viku. Jú ég er ferlega ánægð með mig svona miðað við fyrstu vikuna. Þetta er nú þarna í kollinum á mér og stundum dett ég í miklar pælingar um hvað ég geti eigilega bloggað um. Í dag er ég ferlega hugmyndasnauð enda litið gert um helgina nema bara kúra heima, þrífa og reyna að vera mamma svona meðfram öllu hinum. Á morgun er mikið að gera, við Aron Kári ætlum í réttir í fyrramálið og svo er stefnan sett á hópverkefnavinnu eftir hádegið ásamt því að læra og undirbúa komandi viku i skólanum. já það er nóg að gera að vera ein á Akureyrinni með 2 stráka og vera fullu háskólanámi.
Held ég dríf mig í háttinn enda stór dagur framundan....
Stey tuned... mánudaginn má lesa rollublogg vúppí

btw... Aron Kári er sannfærður um að það búi tröll undir brúnni á myndinni og eyðir miklum tíma í að stara útum gluggann í stofunnií þeirri von að tröllið sýni sig... eitt veit ég... þessi þolinmæði sem drengurinn hefur er svo sannarlega ekki komin frá mér ;)