Var á göngu núna á laugardaginn með rauða vagninn og það kemur bíll og stoppar hjá mér. Svo sem ekkert óvanalegt á sumrin þegar margt er um ferðamanninn í þessu fallega þorpi. Í bílnum voru 3 íslendingar, uppáklædd í sínu fínasta taui. Samtalið sem fór fram var eitthvað á þessa leið.
Ferðamaður : afsakið en ert þú innanbæjarkona hér
ég : ég er það já
Ferðamaður : Geturu sagt mér hvar hús sem hét Grund í gamla daga er staðsett hér
ég : ég kannast nú ekki við öll nöfnin á húsunum hér en ég get alveg fullyrt að þetta nafn hef ég aldrei áður heyrt talað um
Ferðamaður : núnú ok en hérna kannastu við mann að nafni Egill
ég :já ég veit hver það er
Ferðamaður : Endilega leiðbeintu mér hvernig ég kemst þangað
ég kem með suttar og einfaldar leiðbeiningar hvar maðurinn býr. Fólkið í bílnum mjög ánægt í alla staði með góðar leiðbeiningar
Ferðamaður : Konan hans, hún heitir Magnea ekki rétt
ég : magnea ??? nei nei hún heitir Guðrún er yfirleitt kölluð Gunna
Ferðamaður : Nú ok jæja þá drífum okkur, en eitt enn er ekki heilmikill bílafloti fyrir utan húsið hans, svo við séum nú alveg viss um að fara á réttann stað.
ég : nei ha bílafloti nú á Egill gamli afmæli eða eitthvað svoleiðis ????
Ferðamaður : Egill gamli ??? hann er nú ekki gamall rétt að verða fimmtugur
ég : Fimmtugur neiiiii, þessi Egill sem um ræðir er komin vel yfir áttrætt
Inní bílinn sló á algjöra þögn...... svo eftir smá stund heyrist úr aftursætinu, við erum ekki að leita að Agli Skallagrímssyni
ég: Eru þið nokkuð stödd í vitlausu þorpi. Þetta þorp heitir Suðureyri
Ferðamaðurinn var frekar kindarlegur á svipinn kvaddi mig hið snarasta og ég horfði á eftir bílnum bruna útúr þorpinu á miklum hraða.... eftir stóð ég og alvg missti mig úr hlátri enda greinilegt að fólkið var á röngum stað
Í dag fór ég í sundlaugina og sagði frá þessu fólki í bílnum og ein konan í pottinum tjáði mér það að það hefði verið afmæli í SÚÐAVÍK þennan dag þar sem Egill nokkur búsettur þar ætti afmæli...
No comments:
Post a Comment