Fór í Pennan - Eymundsson í dag að versla mér smotterí sem mig vantaði fyrir skólann. Þetta voru nú bara nokkrir hlutir, ein stilabók, blýpenni + blý og svo Post it miðar litlir. Svo var farið á kassann að borga fyrir herleg heitin en þá komst ég að þvi að Post-it miðarnir voru á tæpan 2000 kall. Þetta hlýtur að vera "merkjavara"
Toppaði daginn með mjög svo ljóskulegu atviki í einu ónefndu fyrirtæki hér í bæ, en frá þvi verður sko ekki sagt frá á opnum vef ehemmm...
Bestu kveðjur frá Akureyrinni
6 comments:
„Post-it“ er jú vörumerki...
Post-it á 2000 þús kall??? Keyptirðu heilan kassa af þessu eða???
2000 kr. !! það hefur verið svindlað á þér mín kæra. Ljóskuatvikið takk!!
kv. Bryndís Ásta
Humm.. glerhurð og ljóska fara ekki saman.... Jóhanna kláraðu söguna hahaha
kv
EG
Það þýðir ekkert að henda þessu svona fram og ekki klára og skilja alla eftir í lausu lofti með hvað skeði hjá þér!!!! Hnuss!!! SPIT IT OUT WOMAN!!
Jóhanna þú verður að klára hálf kveðna vísu. Hvað gerðist?
Koss og knús frá okkur í Norge
Post a Comment