Wednesday, September 10, 2008

Sjónvarpið

Já það er smá munur á sjónvarpsefni þegar flutt er úr sveitinni. Þegar við stungum myndlyklinum í samband þá uppgvötuðum við nýjar stöðvar sem eru opnar hér á Akureyri og líka margar sem eru lokaðar sem við ætlum ekki kaupa áskrift að. Sem dæmi um lokaðar stöðvar er stöð2 sport 1-8 held ég.... já nei veistu ég held ekki. En hins vegar þá erum við að uppgvöta kosti stöð2 + en það er jú ansi þægilegt svona ef maður missir af einhverju og geta þá stilt á þetta og séð efnið klukkutima seinna. Þá finnst okkur sveitafólkinu finnst þetta mikil kjarabót og mjög þægilegt :)

Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur

Stjörnuspáin mín í dag samkvæmt Mogganum

"Þin bíður eitthvað stórt og spennandi. Passaðu þig! Þegar þú byrjar að tala um það, slást fleiri í hópinn. Þeir gætu orðið ofurafbrýðisamir eða ofurhjálpsamir"

Ómæ, jæja ég bíð bara spennt

1 comment:

Anonymous said...

OK ef þú ert að fara vinna í lottóinu, þá veistu það alveg... ég-þú saman út í lönd að versla!! Er það ekki málið.. hehehehe :P