Sunday, May 25, 2008

Annasamur laugardagur


Það var mikið að gerast hjá okkur á laugardaginn. Dagurinn byrjaði snemma og vorum við mætt í kirkjuna á Ísafirði kl 13 til að sjá Svavar litla taka við studentsskýrteininu sínu.

Veisla á eftir og gaman. Svavar var flottur með hvítu húfuna og ég dró fram mina útskriftarhúfu dustaði af henni rykið og var með hana í kirkju og veislu, hefði samt verið miklu flottara ef hún hefði verið svört en jæja grá skal duga.

Svo var grill og eurovision partý hjá Leif og Petru og þar var mikið fjör og mikið gaman. Æðislegur matur og nóg að drekka :o) Aron Kári fékk að fara með i matinn en svo fór ég með hann heim og hann fór að sofa. Sá eldri fékk það ábyrgðarhlutverk að hlusta eftir litla bró. Mamman á taugum og starði á símann allt kvöldið stödd í þarnæsta húsi. Símtölin uðru nokkur og af mismunandi toga sem komu frá frumburðinum. Förum aðeins yfir þetta. Pössunin stóð fyrir í 4 klst eða frá kl 20 til miðnættis

Símtöl 1-3 HANN ER VAKNAÐUR !!!!!!!!!!!! og í öll skiptin hljóp ég heim til að hugga og gefa snuð

Símtal 4 Mamma mamma... símtal slitnði og ég stökk af stað heim... Innum dyrnar ég og fannst samt skrítið að heyra engan barnsgrát.. sá eldri stóð inní eldhúsi og sagði hurru má ég skreppa aðeins niður á bryggju þvi það var að koma stórlúða í land... jújú mamman samþykkti það en tók loforð að ekki yrði stoppað lengi svo ég kæmist aftur í partýið...

Simtal 5 MAMMA MAMMA.... símtal slitnaði og eins og áður þá stökk ég heim, enginn barnsgrátur.. hummmm.. Sá eldri enn inní eldhúsi "Mamma hvað ætlið þið að vera lengi?" Drengurinn beðin um að senda sms með svona spurningar.. hann lofaði þvi

Hálfnuð á leið heim... bankað á glugga í ofboði og bending um að koma til baka... ég sný við en í þetta sinn fór ég ekki upp og sá eldri kallaði "Hvenær ætlið þið eigilega að koma heim aftur, ég gleymdi því"

Símtal 6 MAMMA MAMMA.... enn og aftur stökk ég heim og þá var drengurinn að kvarta undan hávaða af neðri hæðinni og var hræddur um að bróðir sinn mundi vaknaa... jæja ég fór niður á Talisman lækkaði og fór svo aftur í fyrrnefnda eurovision partý

Ekki urðu fleiri símtölin þetta kvöldið en þarna var klukkan að nálgast miðnætti. Mamman orðin dauðþreytt á þessum hlaupum og ákvað að drífa sig bara heim og skríða í bólið...

Það fyrsta sem ég heyri þegar ég kem upp.... "jæja mamma hvað fæ ég borgað fyrir að passa"

2 comments:

Anonymous said...

snilld;) skemmtilegt laugardagskvöld hjá þér, bara komin í gott form eftir öll þessi hlaup;) En til hamingju með nýja bloggið:)
kveðja úr Grundarfirði
Bryndís

Anonymous said...

Það hefur verið nóg að gera hjá þér í hlaupum á milli húsa - en góð saga. Hann er greinilega góð barnapía og að sjálfsögðu fær góð barnapía greitt fyrir :-)

kv,
Gulla