Stundum er ég spurð að þvi hvað ég eigi mörg systkyni... alltaf hika ég þvi systkynin eru jú nokkur stykki og líka soldið eftir þvi hvernig ég lít á það sjálf. Elli var spurður að þessu í brúðkaupinu okkar og gat ekki svarað fyrr en mamma stóð upp og veitti smá aðstoð.. ok förum bara aðeins yfir þetta
Ég er fædd Guðmundsdóttir en stundum þá er handritið soldið flókið. Ég eignaðist yndislega fjölskyldu þegar ég var rúmlega 5 mánaða. Upphaflega settið stóð af Eygló og Hans nokkrum Wiium/Wíum. Þau áttu saman 2 stráka Davíð og Villa en áður átti Hansi einhver 6 stykki krakka með fyrri konu sinni. Svo haga örlögin þvi til að Hansi fellur frá árið 1981 og þá stendur mamma uppi einstæð með 3 börn. Já árin líða og hún kynnist Þorvarði nokkrum Lárussyni sem ég er kennd við í dag en mamma var 3ja konan hans. Honum fylgdi 6 krakkar og svo 4 fósturbörn til viðbótar sem hann ól upp en þau börn eru fyrri börn hinna 2ja kvenna sem hann giftist/bjó með.
Samtal sem ég átti við kunningjakonu mína í dag var svohljóðandi
J: Ég komst inní Háskólann á Akureyri og er að byrja í fjarnámi frá þeim í hjúkrun frá Ísafirði í haust
V: Til hamingju með það, þarftu þá ekki að fara reglulega til Akureyrar ?
J: Jú og fyrsta ferðin verður núna í lok ágúst þegar nýnemadagar verða á Akureyri
V: ok og áttu einhverja ættingja þar
J: Já, stjúphálfbróðir minn í föðurætt býr þar !!!
Samtalið varð ekki mikið lengra þar sem ég nennti ómögulega að útskýra hvernig þessum málum sé háttað, fór bara glottandi í burtu og konugreyið hristi bara hausinn ;)
Svarið sem ég gef við þessari upphaflegu spurningu í þessum pistli er svona
Ég á 2 bræður mömmumegin og svo eina systur og 5 bræður pabba megin.
Einfalt,fljótlegt og samþykkt í nútíma fjölskyldumynstri árið 2008
5 comments:
Til hamingju Jóhanna með að vera farin að blogga. Það getur verið flókið að hafa yfirsýn yfir fjölskyldumynstrin nú til dags. Sumir nemendur mínir eiga mjög flóknar fjölskyldusamsetningar.
Til hamingju Jóhanna með að vera farin að blogga. Það getur verið flókið að hafa yfirsýn yfir fjölskyldumynstrin nú til dags. Sumir nemendur mínir eiga mjög flóknar fjölskyldusamsetningar.
=)
Það var mikið að þú byrjar að blogga:-) Til hamingju með að vera að fara í nám, er alltaf jafn stolt af þér.
Koss og knús frá Maju
Bið að heilsa MSN-vinkonu þinni. Vona að þú endist lengur í þessu en blogcentral dæminu.
Post a Comment