Sá stóri er farin út með vini sínum og var planið að fara með strætó í skautahöllina og renna sér þar á skautum, svo er hann farin að æfa handbolta á fullu. Nóg að gera hjá honum. Mömmunni finnst hann þó voða fullorðin að fara aleinn í strætó þeas ekki með mig með í för. Huganirnar eru af ýmsum toga í tengslum við þetta þar sem við höfum jú búið á Suðureyri í mjög svo vernduðu umhverfi og þá dugði að skreppa útá svalir og kalla á drenginn að koma heim að borða. Hvað ef hann fer út á vitlausum stað ? Hvað ef hann dettur og brýtur sig á skautum og ég er ekki á staðnum ??? Hvað ef ? hvað ef?
jæja maður verður víst að sleppa takinu smátt og smátt :/
Sá litli á víst að heita fótbrotinn, ekki er gipsið sem nær uppá mitt læri eitthvað að tefja drenginn. Hann gengur um með sparkbílinn sinn, prílar ofaní og uppúr dótakassanum sínum og skríður um allt eins og herforingi aðalega á eftir kettinum. Fórum á róló í morgun og þar var hann á fullu allan tímann. Svo til að hafa lífið nógu skemmtilegt þá eru 4 nýjar tennur búnar að brjóta sér leið upp og allavega 2 í viðbót á leiðinni. Svo er ég hissa á að barnið sofi ekki nógu vel hahhaahaaaa
3 comments:
Það er alveg rétt hjá þér Jóhanna mín, maður þarf víst smátt og smátt að slíta naflastrenginn :-)
Þetta er yndisleg mynd af strákunum.
kv,
Gulla
Já það er erfitt að slíta sif frá englunum sínum. Eins og hjá mér, ég ætlaði að láta Veigu byrja á leikskólanum 1 okt. en þegar það kom að því, þá gat ég það ekki, svo hún er enn heima hjá mér:) Þetta er svo erfitt:O)
en bið að heilsa ykkur á eyrinni
kv. Bryndís
Flott mynd af bræðrunum:-) Æi já það er erfitt að sleppa hendinni af þessum elskum.
Koss og knús frá ömmu gömlu í Norge
Post a Comment