Thursday, October 28, 2010

Drottning landbyggðarinnar og GPS tæki

Ég er bara nokkuð ánægð í Reykjavík og er frjáls ferða minna en þvi má þakka þvi stórkostlega GPS tæki sem er innbyggt í símann minn. Ég villist því síður og kem nokkuð fljótt og örugglega á áfangastað sem er jú stór kostur fyrir svona landbyggðartúttu eins og mig. Þó eru nokkrir gallar á kerfinu sem ég er ennþá að "digga" en ber þar hæðst akreinar. Förum aðeins yfir þetta í stuttu máli :
Í hinni geysifögru stórborg Reykjavík eru margar margar götur og og margir margir bílar. Til þess að allir komist á sinn áfangastað þarf að hafa margar akreinar í sömu áttina, hringtorg, slaufur beyjur og allskonar bara..... tækið er ekki endilega að segja mér að akreinin sem ég er á breytist fyrir einhverja töfra í beyjuakrein og ég er allt í einu á leið uppí Grafarvog eða Kópavog eða bara vestur í bæ... ehemmmmm




1 comment:

Anonymous said...

Þú skilar þér þó alltaf til okkar á endanum, nema í gær og þá hafði ég bara smá áhyggjur af þér hmm, hvernig væri að láta vita af sér??
Sigga