Svo skauts það út eftir miklar þrekraunir hjá væntanlegri móður, litið kríli sem hafði verið að þroskast í móðurkvið í heila 9 mánuði var loksins komin í heiminn. Andartakið að heyra grátinn þegar stúlkan fæddist og horfa á foreldra sínu í fyrsta sinn var stórkostlegt. 10 fingur og 10 tær allt á sínum stað. Þreytt mamma, stoltur pabbi, gömul ljósmóðir og einn hjúkkunemi við öll lækkuðum róminn og horfðu á litlu stúlkuna. Á þessu andartaki var allt annað ómerkilegt.
Ég staulaðist svo heim ekkert svo löngu eftir fæðinguna þá hafði þessi nemavakt staðið í 16 klst, það er allt í lagi, ég sef bara seinna :)
3 comments:
Frábært og til hamingju hjúkkunemi
Jóhanna. Eggjahljóðin þagna þegar þú kemur aftur í vilta vestrið til okkar strákanna. Einn dagur með ég get sjálfur stráknum þá hverfa þau alveg.
Til hamingju tilvonandi hjúkka
Post a Comment