Monday, June 30, 2008

Egill Skallagrímsson !!!

Var á göngu núna á laugardaginn með rauða vagninn og það kemur bíll og stoppar hjá mér. Svo sem ekkert óvanalegt á sumrin þegar margt er um ferðamanninn í þessu fallega þorpi. Í bílnum voru 3 íslendingar, uppáklædd í sínu fínasta taui. Samtalið sem fór fram var eitthvað á þessa leið.

Ferðamaður : afsakið en ert þú innanbæjarkona hér
ég : ég er það já
Ferðamaður : Geturu sagt mér hvar hús sem hét Grund í gamla daga er staðsett hér
ég : ég kannast nú ekki við öll nöfnin á húsunum hér en ég get alveg fullyrt að þetta nafn hef ég aldrei áður heyrt talað um
Ferðamaður : núnú ok en hérna kannastu við mann að nafni Egill
ég :já ég veit hver það er
Ferðamaður : Endilega leiðbeintu mér hvernig ég kemst þangað

ég kem með suttar og einfaldar leiðbeiningar hvar maðurinn býr. Fólkið í bílnum mjög ánægt í alla staði með góðar leiðbeiningar

Ferðamaður : Konan hans, hún heitir Magnea ekki rétt
ég : magnea ??? nei nei hún heitir Guðrún er yfirleitt kölluð Gunna
Ferðamaður : Nú ok jæja þá drífum okkur, en eitt enn er ekki heilmikill bílafloti fyrir utan húsið hans, svo við séum nú alveg viss um að fara á réttann stað.
ég : nei ha bílafloti nú á Egill gamli afmæli eða eitthvað svoleiðis ????
Ferðamaður : Egill gamli ??? hann er nú ekki gamall rétt að verða fimmtugur
ég : Fimmtugur neiiiii, þessi Egill sem um ræðir er komin vel yfir áttrætt

Inní bílinn sló á algjöra þögn...... svo eftir smá stund heyrist úr aftursætinu, við erum ekki að leita að Agli Skallagrímssyni

ég: Eru þið nokkuð stödd í vitlausu þorpi. Þetta þorp heitir Suðureyri

Ferðamaðurinn var frekar kindarlegur á svipinn kvaddi mig hið snarasta og ég horfði á eftir bílnum bruna útúr þorpinu á miklum hraða.... eftir stóð ég og alvg missti mig úr hlátri enda greinilegt að fólkið var á röngum stað

Í dag fór ég í sundlaugina og sagði frá þessu fólki í bílnum og ein konan í pottinum tjáði mér það að það hefði verið afmæli í SÚÐAVÍK þennan dag þar sem Egill nokkur búsettur þar ætti afmæli...

Wednesday, June 25, 2008

Rjómabliða

Enginn tími fyrir blogg vegna veðurs... sjáum hvað gerist næst þegar rignir

Thursday, June 12, 2008

Í minningu.....

já við erum búin að eiga margar góðar stundir saman, gengið gengum súrt og sætt, gleði og hamingju, tár og reiði. Góðar fréttir og slæmar fréttir.... margt hefur gengið á sl 3 ár sem við höfum átt saman. Til að hafa þetta örlítið nákvæmara þá set ég hér lista yfir okkar samverustundir....

162 klukkustundir inn
249 klukkustundir og 16 mínótur út

2685 send SMS
2730 móttekin SMS

Sunday, June 8, 2008

Sunnudagsmorgun á Suðureyri

Bankað á glugga í morgunsárið. Aron Kári var fljótur að kikja hver væri komin í heimsókn. Svo var drjúgum tíma eytt í spjall í gegnum gluggann, ég skildi ekki hvað umræðuefnið var þar sem báðir sem eiga í hlut hafa sitt eigið tungumál.Góðum klukkutíma síðar kvaddi gesturinn og flaug á brott


Wednesday, June 4, 2008

Við unnum sko enda langflottastar :)


20 ára !!!



Dagmar frænka tvítug er
Gaman verður mikið
Létt í spori i ríkið fer
fer svo yfir strikið


Elsku Dagmar okkar til hamingju með daginn í dag. Frá okkur á hjara veraldar