Sunday, October 26, 2008

Þessi er stödd á Kanarý....


Fékk frá henni sms í dag þar sem eitthvað var minnst á sól og blíðu... bara alveg eins og á Akureyri. En allavega þá bað hún mig um að setja kveðju frá sér á bloggið mitt og þá er þvi skilað hér með...

Mamma hefur það mjög gott í sólinni og hún biður að heilsa öllum .... :-D

Lang flottastur

Saturday, October 18, 2008

Fjölgar í bloggheimum

Sævör systir er byrjuð að blogga. Valdimar sonur hennar er að fara á næstu vikum í beinmergskipti til Holllands en hann er með sjaldgæfan sjúkdóm sem heitir Chronic Granolomatus diseas eða CGD. Það er litið að finna um þennan sjúkdóm þar sem enn er ekki mikið vitað um hann en þetta er blóðsjúkdómur sem er þannig að hvítu blóðkornin eru veik. Jón Þor bróðir hans er einnig með samskonar sjúkdóm en ekki eins langt gengin. Endilega kikið á síðuna hennar.

Sunday, October 12, 2008

Sá stóri og sá litli

Sá stóri er farin út með vini sínum og var planið að fara með strætó í skautahöllina og renna sér þar á skautum, svo er hann farin að æfa handbolta á fullu. Nóg að gera hjá honum. Mömmunni finnst hann þó voða fullorðin að fara aleinn í strætó þeas ekki með mig með í för. Huganirnar eru af ýmsum toga í tengslum við þetta þar sem við höfum jú búið á Suðureyri í mjög svo vernduðu umhverfi og þá dugði að skreppa útá svalir og kalla á drenginn að koma heim að borða. Hvað ef hann fer út á vitlausum stað ? Hvað ef hann dettur og brýtur sig á skautum og ég er ekki á staðnum ??? Hvað ef ? hvað ef?
jæja maður verður víst að sleppa takinu smátt og smátt :/Sá litli á víst að heita fótbrotinn, ekki er gipsið sem nær uppá mitt læri eitthvað að tefja drenginn. Hann gengur um með sparkbílinn sinn, prílar ofaní og uppúr dótakassanum sínum og skríður um allt eins og herforingi aðalega á eftir kettinum. Fórum á róló í morgun og þar var hann á fullu allan tímann. Svo til að hafa lífið nógu skemmtilegt þá eru 4 nýjar tennur búnar að brjóta sér leið upp og allavega 2 í viðbót á leiðinni. Svo er ég hissa á að barnið sofi ekki nógu vel hahhaahaaaa

Thursday, October 2, 2008

Litli kútur komin í gifsóhapp hjá dagmömmunni og útkoman er fótbrot á hægri fæti