Saturday, December 20, 2008

Jóla jóla jóla blogg



Þetta blogg er einungis til þess að ýta grepputrýninu á bróður mínum aðeins neðar, annars finnst mér sú mynd þrælflott.. hehe
Hafið það gott í jólaösinni

Wednesday, December 17, 2008

Villi afmælisbarn


Til hamingju með daginn kæri bróðir... vona að konan þín hafi dekrað þig í allan dag
Kossar og knús vestan af fjörðum

Wednesday, December 10, 2008

vóóó

ég hef bara ekki bloggað í 6 vikur.. er bara að tékkja á þvi hvort ég muni aðgangsdótið inná síðuna... júbb ég mundi það

Þá er ég búin að blogga í bili

Kv. Jóhanna

Wednesday, November 5, 2008

Aron Kári dagmömmustrákur




Dagmamman hans Arons Kára var að búa til síðu á barnalandi fyrir myndir og fleira þið getið kikt á það hér Fullt af myndum af Aroni þar inni... svo skyldist mér á dagmömmunni að henni finnst voða gaman ef kvittað er í gestabókina ;)

Annars er ég byrjuð að lesa fyrir prófin sem byrja í des, þvi verður litið bloggað nema eitthvað frábært bloggefni dúkki upp Sjáum til......

Kveðja frá Akureyringunum

Sunday, October 26, 2008

Þessi er stödd á Kanarý....


Fékk frá henni sms í dag þar sem eitthvað var minnst á sól og blíðu... bara alveg eins og á Akureyri. En allavega þá bað hún mig um að setja kveðju frá sér á bloggið mitt og þá er þvi skilað hér með...

Mamma hefur það mjög gott í sólinni og hún biður að heilsa öllum .... :-D

Lang flottastur

Saturday, October 18, 2008

Fjölgar í bloggheimum

Sævör systir er byrjuð að blogga. Valdimar sonur hennar er að fara á næstu vikum í beinmergskipti til Holllands en hann er með sjaldgæfan sjúkdóm sem heitir Chronic Granolomatus diseas eða CGD. Það er litið að finna um þennan sjúkdóm þar sem enn er ekki mikið vitað um hann en þetta er blóðsjúkdómur sem er þannig að hvítu blóðkornin eru veik. Jón Þor bróðir hans er einnig með samskonar sjúkdóm en ekki eins langt gengin. Endilega kikið á síðuna hennar.

Sunday, October 12, 2008

Sá stóri og sá litli

Sá stóri er farin út með vini sínum og var planið að fara með strætó í skautahöllina og renna sér þar á skautum, svo er hann farin að æfa handbolta á fullu. Nóg að gera hjá honum. Mömmunni finnst hann þó voða fullorðin að fara aleinn í strætó þeas ekki með mig með í för. Huganirnar eru af ýmsum toga í tengslum við þetta þar sem við höfum jú búið á Suðureyri í mjög svo vernduðu umhverfi og þá dugði að skreppa útá svalir og kalla á drenginn að koma heim að borða. Hvað ef hann fer út á vitlausum stað ? Hvað ef hann dettur og brýtur sig á skautum og ég er ekki á staðnum ??? Hvað ef ? hvað ef?
jæja maður verður víst að sleppa takinu smátt og smátt :/



Sá litli á víst að heita fótbrotinn, ekki er gipsið sem nær uppá mitt læri eitthvað að tefja drenginn. Hann gengur um með sparkbílinn sinn, prílar ofaní og uppúr dótakassanum sínum og skríður um allt eins og herforingi aðalega á eftir kettinum. Fórum á róló í morgun og þar var hann á fullu allan tímann. Svo til að hafa lífið nógu skemmtilegt þá eru 4 nýjar tennur búnar að brjóta sér leið upp og allavega 2 í viðbót á leiðinni. Svo er ég hissa á að barnið sofi ekki nógu vel hahhaahaaaa

Thursday, October 2, 2008

Litli kútur komin í gifs



óhapp hjá dagmömmunni og útkoman er fótbrot á hægri fæti

Monday, September 15, 2008

Á pollinum

Það er gaman þessa dagana að taka sér rúnt framhjá pollinum.

Saturday, September 13, 2008

ohhh

ég var klukkuð jæja jæja klárum þetta af...

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Í fiski hjá Íslandssögu

- Video leigu á Grundarfirði

- Baka smákökur og laufabrauð fyrir Kristjáns bakarí

- Sjúkraliði á FSÍ



Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:

- Titanic

- Mulin Rouge

- Bridget Joens Diary

- My best friends wedding



Fjórir staðir sem ég hef búið á:

- Ingólfsstræti 21a í Reykjavík

- Sæból 46 í Grundarfirði

- Túngata 21 Suðureyri

- Vestusíða 32 Akueyri



Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

- Friends

- House

- Grey´s anatomy

- Nágrannar



Fjórir staði sem ég hef heimsótt í fríum:

- Þýskaland

- Hollandi

- Skotland

- Ungverjaland



Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

www.mbl.is

www.bb.is

www.unak.is

www.visir.is



Fernt sem ég held upp á matarkyns:

- Pastaréttir

- Ís af ýmsum tengundum

- Nautakjöt

- lambakjöt



Fjórar bækur sem ég les oft. ( Les bara skólabækur þessa dagana

- Human anatomy

- Human physiology

- Liffæri mannsins

- Fundamentals of nurceing



Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

- Úti í göngutúr

- á kaffihúsi með vinkonum mínum

- Á Suðureyri

- Heima hjá mömmu minni í Grundarfirði


Ég klukka BETSÝ, DAGMAR ÝR, MÆJU Í NOREGI, og svo Davíð bróðir þvi hann elskar að gera svona klukk

Wednesday, September 10, 2008

Sjónvarpið

Já það er smá munur á sjónvarpsefni þegar flutt er úr sveitinni. Þegar við stungum myndlyklinum í samband þá uppgvötuðum við nýjar stöðvar sem eru opnar hér á Akureyri og líka margar sem eru lokaðar sem við ætlum ekki kaupa áskrift að. Sem dæmi um lokaðar stöðvar er stöð2 sport 1-8 held ég.... já nei veistu ég held ekki. En hins vegar þá erum við að uppgvöta kosti stöð2 + en það er jú ansi þægilegt svona ef maður missir af einhverju og geta þá stilt á þetta og séð efnið klukkutima seinna. Þá finnst okkur sveitafólkinu finnst þetta mikil kjarabót og mjög þægilegt :)

Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur

Stjörnuspáin mín í dag samkvæmt Mogganum

"Þin bíður eitthvað stórt og spennandi. Passaðu þig! Þegar þú byrjar að tala um það, slást fleiri í hópinn. Þeir gætu orðið ofurafbrýðisamir eða ofurhjálpsamir"

Ómæ, jæja ég bíð bara spennt

Ræktin

Já ég hafði hugsað mér að byrja í ræktinni með haustinu og reyna að losna við síðasta meðgöngukílóið og byggja mig aðeins upp jary jary
Hins vegar þá er þetta bara enn inní kollinum á mér en ekki komið til framkvæmda þar sem ég er sérstaklega góð í að finna afsakanir í að fara ekki

Þannig að mig vantar SPARK Í RASSINN anyone !!!!

Tuesday, September 2, 2008

ó nei

... kæru vinir og vandamenn ég er sko ekki á leiðinni að segja frá þessu ljóskulega atviki mínu á sjálfu internetinu, hættiði bara að suða hehe.

En ef ykkur langar að heyra af öðrum hrakningum mínum þá datt ég svona líka glæsilega niður tröppur í Kjarnaskógi sl. sunnudag tognaði á hægri fæti og göngulagið eftir þvi

Annars allt gott að frétta:)

Thursday, August 28, 2008

Daglegt amstur

Fór í Pennan - Eymundsson í dag að versla mér smotterí sem mig vantaði fyrir skólann. Þetta voru nú bara nokkrir hlutir, ein stilabók, blýpenni + blý og svo Post it miðar litlir. Svo var farið á kassann að borga fyrir herleg heitin en þá komst ég að þvi að Post-it miðarnir voru á tæpan 2000 kall. Þetta hlýtur að vera "merkjavara"

Toppaði daginn með mjög svo ljóskulegu atviki í einu ónefndu fyrirtæki hér í bæ, en frá þvi verður sko ekki sagt frá á opnum vef ehemmm...

Bestu kveðjur frá Akureyrinni

Saturday, August 23, 2008

ÍÞRÓTTABLOGG !!!!!!



Það er nú alveg hægt að horfa á "strákana okkar" spila enda er handbolti skásta boltaíþróttin að mínu mati. Júbb ég og strákarnir ætlum á fætur í fyrramálið og horfa á leikinn. Efast ekki um að gullið komi til okkar :D

Tuesday, August 19, 2008

Nýr staður - nýjir tímar

Já í dag var mikill merkisdagur. Aron Kári fór í fylgd móður sinnar í aðlögun til dagmömmunnar, yndæl kona sem býr skammt frá hýbýlum okkar. Ekki laust við að mömmuhjartað hafi slegið örar við þessa breytingu. Sjá litla ungann sinn feta fyrstu skrefin útí lífið og mamman ekki alltaf til takst en þetta er víst einn partur af lífinu. Eftir dagmömmu heimsókn fór drengurinn heim og pabbinn gætti hans meðan mamman steig sýn fyrstu skref í Háskólanum á Akureyri, enn og aftur sló hjartað örar og nú af tilhlökkun og spennu. Þetta gekk nokkuð vel og var gaman að sjá framan í hinar konurnar sem er í sama bekk. Samkvæmt innra neti háskólans þá er einn strákur skráður í bekkin en ég varð ekki vör við hann. Kannski varð hann hræddur við kvennastóðið sem arkaði inn ganginn ... hver veit

Saturday, August 16, 2008

Akureyri

Þá er við komin í litlu sætu blokkaríbúðina hér á Akureyri. Erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir í byrjun þó það vanti eitt og annað sem gleymdist á Suðureyri. ehemm ;)
Skólinn byrjar á Þriðjudag og ég held að ég sé bara tilbúin í slaginn. Þetta verður bara gaman.

Monday, August 11, 2008

Suðureyri - Akureyri

Jæja Akureyringar verða svo heppnir að fá okkur í hús og er áætlaður flutningur á föstudaginn nk. Þetta verður skrítið og skemmtilegt að koma aftur í þennan höfuðstað norðurlands en ég er allavega viss um að eitt af þvi fyrsta sem ég geri á Akureyri er að fá mér samloku með frönskum

vúhú

Thursday, August 7, 2008

1 árs í dag



7.ágúst 2007 3540 gr og 48 cm
7.ágúst 2008 9440 gr og 72 cm

Thursday, July 31, 2008

Bongó blíða


20 stiga hiti hér á Suðureyri, við Aron Kári eyðum dögunum úti í blíðunni og höfum það huggulegt.

En að öðru, hvað ætli sé nú að frétta af namibíu fjölskyldunni, samkvæmt síðastu færslu hjá Gullu minni þá var hún að kvarta undan kulda, ég vona að hún hefi ekki frosið í hel konugreyið. Þau er þvi vinsamlegast beðin um að láta vita af sér.

Nú ef einhverjir ættingjar kikja á síðuna hjá strákunum mínum þá er í fyrra júlíalbúmi myndir frá Grundarfjarðarheimsókninni okkar og þar var smellt mynd af Gesti og gangandi

En nú erum við Aron Kári farin út í sólina

Kveðja Jóhanna sem er að pikka þessa færslu á nýju BLEIKU Dell inspiron tölvuna sína

Monday, July 28, 2008

Mánudagurinn 28.júlí 2008

Elsku mamma mín

Til hamingju með daginn.

Þín Jóhanna

Friday, July 18, 2008

Skólatelpa

Já eftir réttan mánuð þá mun ég setjast á skólabekk eftir 4 ára fjarveru, Háskólinn á Akureyri verður svo heppin að njóta nærveru minnar en þar mun ég nema hjúkrunnarfræði vonandi næstu 4 árin þe ef ég kemst í gengum klásusinn um jólinn. Af þvi tilefni ákvað ég að byrja smá undirbúning og fór á bókasafnið á Ísafirði og fann þar þessa líka flottu bók í "sjálfhjálparbókadeildinni" og ekki skemmir fyrir að eintakið er bleikt.


Ættingjar sem reka inn nefið


Tommi frændi kom í heimsókn með fjölskylduna, hann er þvi núna titlaður ÆTTINGI ÁRSINS.... þar sem það er alltaf ein fjölskylda á hverju ári úr minni móðurætt sem rekur inn nefið hér vestur á fjörðum

TIL HAMINGJU MEÐ TITILINN TOMMI FRÆNDI !!!!

Thursday, July 10, 2008

Mjólkurfernur

Mikið er ég fengin að sjá þessa frétt inná bb.is. Þar sem ég ætlaði að skrifa langan pistill hér og pirrast út í þetta sunnlenska drasl. En eins og sjá má þá er það algjör óþarfi

Annars er sæluhelgi framundan

Tuesday, July 1, 2008

Piparjúnkur vestur á fjörðum

Þetta er Lilja vinkona mín. Hún er ekki enn gengin út. Þvi bauð ég henni á svalirnar að skoða sendingu þessarar viku en alla þriðjudaga kemur risastór rúta sem inniheldur eingöngu karlmenn á ýmsum aldri.

Hér má sjá hana virða fyrir sér hópinn.....



Ekki fannst henni þetta nógu sætir strákar og þvi fór hún beint í tölvuna og leita þar....



Þið hinar sem eruð ekki enn gegnar út eru meira en velkomnar á svalirnar mínar alla þriðjudaga í sumar... rútan kemur um kl 19:30

Monday, June 30, 2008

Egill Skallagrímsson !!!

Var á göngu núna á laugardaginn með rauða vagninn og það kemur bíll og stoppar hjá mér. Svo sem ekkert óvanalegt á sumrin þegar margt er um ferðamanninn í þessu fallega þorpi. Í bílnum voru 3 íslendingar, uppáklædd í sínu fínasta taui. Samtalið sem fór fram var eitthvað á þessa leið.

Ferðamaður : afsakið en ert þú innanbæjarkona hér
ég : ég er það já
Ferðamaður : Geturu sagt mér hvar hús sem hét Grund í gamla daga er staðsett hér
ég : ég kannast nú ekki við öll nöfnin á húsunum hér en ég get alveg fullyrt að þetta nafn hef ég aldrei áður heyrt talað um
Ferðamaður : núnú ok en hérna kannastu við mann að nafni Egill
ég :já ég veit hver það er
Ferðamaður : Endilega leiðbeintu mér hvernig ég kemst þangað

ég kem með suttar og einfaldar leiðbeiningar hvar maðurinn býr. Fólkið í bílnum mjög ánægt í alla staði með góðar leiðbeiningar

Ferðamaður : Konan hans, hún heitir Magnea ekki rétt
ég : magnea ??? nei nei hún heitir Guðrún er yfirleitt kölluð Gunna
Ferðamaður : Nú ok jæja þá drífum okkur, en eitt enn er ekki heilmikill bílafloti fyrir utan húsið hans, svo við séum nú alveg viss um að fara á réttann stað.
ég : nei ha bílafloti nú á Egill gamli afmæli eða eitthvað svoleiðis ????
Ferðamaður : Egill gamli ??? hann er nú ekki gamall rétt að verða fimmtugur
ég : Fimmtugur neiiiii, þessi Egill sem um ræðir er komin vel yfir áttrætt

Inní bílinn sló á algjöra þögn...... svo eftir smá stund heyrist úr aftursætinu, við erum ekki að leita að Agli Skallagrímssyni

ég: Eru þið nokkuð stödd í vitlausu þorpi. Þetta þorp heitir Suðureyri

Ferðamaðurinn var frekar kindarlegur á svipinn kvaddi mig hið snarasta og ég horfði á eftir bílnum bruna útúr þorpinu á miklum hraða.... eftir stóð ég og alvg missti mig úr hlátri enda greinilegt að fólkið var á röngum stað

Í dag fór ég í sundlaugina og sagði frá þessu fólki í bílnum og ein konan í pottinum tjáði mér það að það hefði verið afmæli í SÚÐAVÍK þennan dag þar sem Egill nokkur búsettur þar ætti afmæli...

Wednesday, June 25, 2008

Rjómabliða

Enginn tími fyrir blogg vegna veðurs... sjáum hvað gerist næst þegar rignir

Thursday, June 12, 2008

Í minningu.....

já við erum búin að eiga margar góðar stundir saman, gengið gengum súrt og sætt, gleði og hamingju, tár og reiði. Góðar fréttir og slæmar fréttir.... margt hefur gengið á sl 3 ár sem við höfum átt saman. Til að hafa þetta örlítið nákvæmara þá set ég hér lista yfir okkar samverustundir....

162 klukkustundir inn
249 klukkustundir og 16 mínótur út

2685 send SMS
2730 móttekin SMS

Sunday, June 8, 2008

Sunnudagsmorgun á Suðureyri

Bankað á glugga í morgunsárið. Aron Kári var fljótur að kikja hver væri komin í heimsókn. Svo var drjúgum tíma eytt í spjall í gegnum gluggann, ég skildi ekki hvað umræðuefnið var þar sem báðir sem eiga í hlut hafa sitt eigið tungumál.Góðum klukkutíma síðar kvaddi gesturinn og flaug á brott


Wednesday, June 4, 2008

Við unnum sko enda langflottastar :)


20 ára !!!



Dagmar frænka tvítug er
Gaman verður mikið
Létt í spori i ríkið fer
fer svo yfir strikið


Elsku Dagmar okkar til hamingju með daginn í dag. Frá okkur á hjara veraldar

Thursday, May 29, 2008

Finnið eina villu


Jæja gott fólk, þessi mynd sýnir lyklaborðið á tölvunni minni. En það er eitthvað sem vantar. Finndu hvað vantar og skelltu því í athugasemdir.... aldrei að vita nema það séu verðlaun í boði

Tuesday, May 27, 2008

Mei tai


Jæja hvernig tökum við okkur út með pokann góða ??

Monday, May 26, 2008

Ein ég sit og sauma

Settist við saumavélina í dag og saumaði burðarpoka fyrir okkur Aron Kára. Læt hér fylgja nokkrar myndir af vinnunni en þar sem módelið er steinsofandi og engar myndir
hafa þvi verið tekar af okkur mæðginum með pokann í notkun.

En við bætum úr þvi á næstu dögum.












reversable

Sunday, May 25, 2008

Annasamur laugardagur


Það var mikið að gerast hjá okkur á laugardaginn. Dagurinn byrjaði snemma og vorum við mætt í kirkjuna á Ísafirði kl 13 til að sjá Svavar litla taka við studentsskýrteininu sínu.

Veisla á eftir og gaman. Svavar var flottur með hvítu húfuna og ég dró fram mina útskriftarhúfu dustaði af henni rykið og var með hana í kirkju og veislu, hefði samt verið miklu flottara ef hún hefði verið svört en jæja grá skal duga.

Svo var grill og eurovision partý hjá Leif og Petru og þar var mikið fjör og mikið gaman. Æðislegur matur og nóg að drekka :o) Aron Kári fékk að fara með i matinn en svo fór ég með hann heim og hann fór að sofa. Sá eldri fékk það ábyrgðarhlutverk að hlusta eftir litla bró. Mamman á taugum og starði á símann allt kvöldið stödd í þarnæsta húsi. Símtölin uðru nokkur og af mismunandi toga sem komu frá frumburðinum. Förum aðeins yfir þetta. Pössunin stóð fyrir í 4 klst eða frá kl 20 til miðnættis

Símtöl 1-3 HANN ER VAKNAÐUR !!!!!!!!!!!! og í öll skiptin hljóp ég heim til að hugga og gefa snuð

Símtal 4 Mamma mamma... símtal slitnði og ég stökk af stað heim... Innum dyrnar ég og fannst samt skrítið að heyra engan barnsgrát.. sá eldri stóð inní eldhúsi og sagði hurru má ég skreppa aðeins niður á bryggju þvi það var að koma stórlúða í land... jújú mamman samþykkti það en tók loforð að ekki yrði stoppað lengi svo ég kæmist aftur í partýið...

Simtal 5 MAMMA MAMMA.... símtal slitnaði og eins og áður þá stökk ég heim, enginn barnsgrátur.. hummmm.. Sá eldri enn inní eldhúsi "Mamma hvað ætlið þið að vera lengi?" Drengurinn beðin um að senda sms með svona spurningar.. hann lofaði þvi

Hálfnuð á leið heim... bankað á glugga í ofboði og bending um að koma til baka... ég sný við en í þetta sinn fór ég ekki upp og sá eldri kallaði "Hvenær ætlið þið eigilega að koma heim aftur, ég gleymdi því"

Símtal 6 MAMMA MAMMA.... enn og aftur stökk ég heim og þá var drengurinn að kvarta undan hávaða af neðri hæðinni og var hræddur um að bróðir sinn mundi vaknaa... jæja ég fór niður á Talisman lækkaði og fór svo aftur í fyrrnefnda eurovision partý

Ekki urðu fleiri símtölin þetta kvöldið en þarna var klukkan að nálgast miðnætti. Mamman orðin dauðþreytt á þessum hlaupum og ákvað að drífa sig bara heim og skríða í bólið...

Það fyrsta sem ég heyri þegar ég kem upp.... "jæja mamma hvað fæ ég borgað fyrir að passa"

Saturday, May 24, 2008


Já kannski ég ætti að fara að læra á gitar... hvernig tek ég mig út ???

Sunday, May 18, 2008

Systkyni

Stundum er ég spurð að þvi hvað ég eigi mörg systkyni... alltaf hika ég þvi systkynin eru jú nokkur stykki og líka soldið eftir þvi hvernig ég lít á það sjálf. Elli var spurður að þessu í brúðkaupinu okkar og gat ekki svarað fyrr en mamma stóð upp og veitti smá aðstoð.. ok förum bara aðeins yfir þetta
Ég er fædd Guðmundsdóttir en stundum þá er handritið soldið flókið. Ég eignaðist yndislega fjölskyldu þegar ég var rúmlega 5 mánaða. Upphaflega settið stóð af Eygló og Hans nokkrum Wiium/Wíum. Þau áttu saman 2 stráka Davíð og Villa en áður átti Hansi einhver 6 stykki krakka með fyrri konu sinni. Svo haga örlögin þvi til að Hansi fellur frá árið 1981 og þá stendur mamma uppi einstæð með 3 börn. Já árin líða og hún kynnist Þorvarði nokkrum Lárussyni sem ég er kennd við í dag en mamma var 3ja konan hans. Honum fylgdi 6 krakkar og svo 4 fósturbörn til viðbótar sem hann ól upp en þau börn eru fyrri börn hinna 2ja kvenna sem hann giftist/bjó með.

Samtal sem ég átti við kunningjakonu mína í dag var svohljóðandi

J: Ég komst inní Háskólann á Akureyri og er að byrja í fjarnámi frá þeim í hjúkrun frá Ísafirði í haust

V: Til hamingju með það, þarftu þá ekki að fara reglulega til Akureyrar ?

J: Jú og fyrsta ferðin verður núna í lok ágúst þegar nýnemadagar verða á Akureyri

V: ok og áttu einhverja ættingja þar

J: Já, stjúphálfbróðir minn í föðurætt býr þar !!!

Samtalið varð ekki mikið lengra þar sem ég nennti ómögulega að útskýra hvernig þessum málum sé háttað, fór bara glottandi í burtu og konugreyið hristi bara hausinn ;)

Svarið sem ég gef við þessari upphaflegu spurningu í þessum pistli er svona
Ég á 2 bræður mömmumegin og svo eina systur og 5 bræður pabba megin.

Einfalt,fljótlegt og samþykkt í nútíma fjölskyldumynstri árið 2008


Prófa fídusana á þessu dóti hérna

Árla dags

Jæja prófum þetta blogg og sjáum svo til hvað ég endist