Tuesday, January 20, 2009

Byrjaði í ræktinni í dag

í stuttu gallapilsi og háum stígvélum.

- flugvélin lenti í Reykjavík kl 12 37 *12 dýrmætum minótum of seint
- mætt uppí Kringlu kl 13 02
- Náði að fara með Daníel til læknis (tók 40 min með bið og öllu)
- Náði að fara í 5 mismunandi verslanir
- Náði að borða á hlaupum
- mætt aftur uppá flugvöll kl 15:01 og vélin fór í loftið kl 15 30

Ásamt þessu þá hitti ég Davíð bróðir 2x (einkabílstjóri á milli flugvallar og Kringlu) takk Davið þú ert bara bestur *blikk*

Hitti Sigrúnu vinkonu líka
Geri aðrir betur haha

Saturday, January 17, 2009

ok nýtt bloggNúna í liðinni viku þá fór ég mina daglegu ferð niður í póstkassann okkar og sé þá í hillu er bunki af dagatölum. Ég kippi einu með enda finnst mér alveg bráðnauðsynlegt að hafa svoleiðis hlut innan seilingar á heimilinu. Á leiðinni upp í lyftunni þá fer ég eitthvað að kikja á þetta fína dagatal og sé þá að þetta er dagatal frá Akureyrarbæ og allt uppfullt af upplýsingum og fyrirfram merktum viðburðum á viðeigandi degi. Vááá þetta er bara tær snilld sko, allt sett inn sem viðkemur viðburðum í bæjarfélaginu hvort sem það snýr að menningu, skólamálum (starfsdagar í leik og grunnskólum, samrænd próf etc....) viðburðum, já bara öllu tengd bænum á einn eða annan hátt. Þetta finnst okkur sveitafólkinu mikil búbót :-)