Thursday, August 28, 2008

Daglegt amstur

Fór í Pennan - Eymundsson í dag að versla mér smotterí sem mig vantaði fyrir skólann. Þetta voru nú bara nokkrir hlutir, ein stilabók, blýpenni + blý og svo Post it miðar litlir. Svo var farið á kassann að borga fyrir herleg heitin en þá komst ég að þvi að Post-it miðarnir voru á tæpan 2000 kall. Þetta hlýtur að vera "merkjavara"

Toppaði daginn með mjög svo ljóskulegu atviki í einu ónefndu fyrirtæki hér í bæ, en frá þvi verður sko ekki sagt frá á opnum vef ehemmm...

Bestu kveðjur frá Akureyrinni

Saturday, August 23, 2008

ÍÞRÓTTABLOGG !!!!!!Það er nú alveg hægt að horfa á "strákana okkar" spila enda er handbolti skásta boltaíþróttin að mínu mati. Júbb ég og strákarnir ætlum á fætur í fyrramálið og horfa á leikinn. Efast ekki um að gullið komi til okkar :D

Tuesday, August 19, 2008

Nýr staður - nýjir tímar

Já í dag var mikill merkisdagur. Aron Kári fór í fylgd móður sinnar í aðlögun til dagmömmunnar, yndæl kona sem býr skammt frá hýbýlum okkar. Ekki laust við að mömmuhjartað hafi slegið örar við þessa breytingu. Sjá litla ungann sinn feta fyrstu skrefin útí lífið og mamman ekki alltaf til takst en þetta er víst einn partur af lífinu. Eftir dagmömmu heimsókn fór drengurinn heim og pabbinn gætti hans meðan mamman steig sýn fyrstu skref í Háskólanum á Akureyri, enn og aftur sló hjartað örar og nú af tilhlökkun og spennu. Þetta gekk nokkuð vel og var gaman að sjá framan í hinar konurnar sem er í sama bekk. Samkvæmt innra neti háskólans þá er einn strákur skráður í bekkin en ég varð ekki vör við hann. Kannski varð hann hræddur við kvennastóðið sem arkaði inn ganginn ... hver veit

Saturday, August 16, 2008

Akureyri

Þá er við komin í litlu sætu blokkaríbúðina hér á Akureyri. Erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir í byrjun þó það vanti eitt og annað sem gleymdist á Suðureyri. ehemm ;)
Skólinn byrjar á Þriðjudag og ég held að ég sé bara tilbúin í slaginn. Þetta verður bara gaman.

Monday, August 11, 2008

Suðureyri - Akureyri

Jæja Akureyringar verða svo heppnir að fá okkur í hús og er áætlaður flutningur á föstudaginn nk. Þetta verður skrítið og skemmtilegt að koma aftur í þennan höfuðstað norðurlands en ég er allavega viss um að eitt af þvi fyrsta sem ég geri á Akureyri er að fá mér samloku með frönskum

vúhú

Thursday, August 7, 2008

1 árs í dag7.ágúst 2007 3540 gr og 48 cm
7.ágúst 2008 9440 gr og 72 cm