Thursday, July 31, 2008

Bongó blíða


20 stiga hiti hér á Suðureyri, við Aron Kári eyðum dögunum úti í blíðunni og höfum það huggulegt.

En að öðru, hvað ætli sé nú að frétta af namibíu fjölskyldunni, samkvæmt síðastu færslu hjá Gullu minni þá var hún að kvarta undan kulda, ég vona að hún hefi ekki frosið í hel konugreyið. Þau er þvi vinsamlegast beðin um að láta vita af sér.

Nú ef einhverjir ættingjar kikja á síðuna hjá strákunum mínum þá er í fyrra júlíalbúmi myndir frá Grundarfjarðarheimsókninni okkar og þar var smellt mynd af Gesti og gangandi

En nú erum við Aron Kári farin út í sólina

Kveðja Jóhanna sem er að pikka þessa færslu á nýju BLEIKU Dell inspiron tölvuna sína

Monday, July 28, 2008

Mánudagurinn 28.júlí 2008

Elsku mamma mín

Til hamingju með daginn.

Þín Jóhanna

Friday, July 18, 2008

Skólatelpa

Já eftir réttan mánuð þá mun ég setjast á skólabekk eftir 4 ára fjarveru, Háskólinn á Akureyri verður svo heppin að njóta nærveru minnar en þar mun ég nema hjúkrunnarfræði vonandi næstu 4 árin þe ef ég kemst í gengum klásusinn um jólinn. Af þvi tilefni ákvað ég að byrja smá undirbúning og fór á bókasafnið á Ísafirði og fann þar þessa líka flottu bók í "sjálfhjálparbókadeildinni" og ekki skemmir fyrir að eintakið er bleikt.


Ættingjar sem reka inn nefið


Tommi frændi kom í heimsókn með fjölskylduna, hann er þvi núna titlaður ÆTTINGI ÁRSINS.... þar sem það er alltaf ein fjölskylda á hverju ári úr minni móðurætt sem rekur inn nefið hér vestur á fjörðum

TIL HAMINGJU MEÐ TITILINN TOMMI FRÆNDI !!!!

Thursday, July 10, 2008

Mjólkurfernur

Mikið er ég fengin að sjá þessa frétt inná bb.is. Þar sem ég ætlaði að skrifa langan pistill hér og pirrast út í þetta sunnlenska drasl. En eins og sjá má þá er það algjör óþarfi

Annars er sæluhelgi framundan

Tuesday, July 1, 2008

Piparjúnkur vestur á fjörðum

Þetta er Lilja vinkona mín. Hún er ekki enn gengin út. Þvi bauð ég henni á svalirnar að skoða sendingu þessarar viku en alla þriðjudaga kemur risastór rúta sem inniheldur eingöngu karlmenn á ýmsum aldri.

Hér má sjá hana virða fyrir sér hópinn.....Ekki fannst henni þetta nógu sætir strákar og þvi fór hún beint í tölvuna og leita þar....Þið hinar sem eruð ekki enn gegnar út eru meira en velkomnar á svalirnar mínar alla þriðjudaga í sumar... rútan kemur um kl 19:30