Saturday, October 30, 2010

Meðan ég dvel í borginni.....

Þá sér minn heittelskaði um börnin okkar, ég fékk skilaboð í síman um að það væri súkkulaðikaka í kvöldmat frá þeim eldri og að þeir bræður væru að baka kökuna saman, ok ekki það hollasta kannski en ekki get ég gert neitt í því stödd í á suðurhorni landsins. Svo fékk ég símtal frá þessum fyrrnefnda um að ég ætti tölvupóst með myndum frá bakstrinum.

Fæst orð ber minnsta ábyrgð....Thursday, October 28, 2010

Drottning landbyggðarinnar og GPS tæki

Ég er bara nokkuð ánægð í Reykjavík og er frjáls ferða minna en þvi má þakka þvi stórkostlega GPS tæki sem er innbyggt í símann minn. Ég villist því síður og kem nokkuð fljótt og örugglega á áfangastað sem er jú stór kostur fyrir svona landbyggðartúttu eins og mig. Þó eru nokkrir gallar á kerfinu sem ég er ennþá að "digga" en ber þar hæðst akreinar. Förum aðeins yfir þetta í stuttu máli :
Í hinni geysifögru stórborg Reykjavík eru margar margar götur og og margir margir bílar. Til þess að allir komist á sinn áfangastað þarf að hafa margar akreinar í sömu áttina, hringtorg, slaufur beyjur og allskonar bara..... tækið er ekki endilega að segja mér að akreinin sem ég er á breytist fyrir einhverja töfra í beyjuakrein og ég er allt í einu á leið uppí Grafarvog eða Kópavog eða bara vestur í bæ... ehemmmmm
Tuesday, October 26, 2010

Eyjabakkablogg :)


Hef það ofsa gott í Æsufellinu, verknámið byrjað á fullu á Heila og taugalækningadeild
Hef það ofsa gott í Æsufellinu.... bíddu var ég búin að segja það?
Skrapp í Eyjabakkann að blogga þar sem það er ekkert internet í Æsufellinu en ég hef þó gömlu gufuna til að horfa á enda er það afbragðs skemmtun.

Kæru afríkubúar þið verið að fyrirgefa bloggleysi þessa vikuna í það minnsta þar sem ég hef ekkert internet í Æsufellinu, stefni þó á kaup á netpung þegar barnabæturnar koma í hús um mánaðarmótin.

Sunday, October 24, 2010

Litla Selfoss prinssessan


Fékk þessa mynd senda í t-pósti, stúlkan á myndinni fæddist 5.okt og var fyrsta barnið sem ég sá fæðast. Erum við ekki sætar saman :)))

Saturday, October 23, 2010

I gotta feeling.....

toneight gonna be a good night vooooooooo

Bjór

Sushi

Snakk

yndislegir vinir úr firðinum fagra

og kóktelsósa

HVAÐ GETUR KLIKKAÐ????Wednesday, October 20, 2010

Monday, October 18, 2010

Teppi fyrir örverpið á heimilinuÉg heklaði þetta teppi í haust fyrir Aron Kára, hann valdi grænan lit og þetta er útkoman


Hér erum við mæðginin að kúra undir teppinu góða, það var mjög notalegt :)

Búbbmundur prófaði líka en var rekinn burt með miklum látum

Friday, October 15, 2010

Ahhhhh


Það er svo gottt. Ómurinn af barni inní herbergi með latabæ í bakgrunni. Úr hinni áttinni heyrist mér að einhver sé að horfa á Friends..... Stúss í eldhúsinu og matarilmurinn fyllir mín vit. Kötturinn malar, rökkur úti og dásamleg ró yfir öllu... ÉG ER KOMIN HEIM !!!!!!!!


Monday, October 11, 2010

Helgarrúnturinn


Íbúðahúsið á Vatnsskarðshólum


Skógarfoss
Skilti fyrir utan afríkudýrasafn á Stokkseyri
Kerið
Eva Dögg
Dyrhólaey
Aska úr Eyjafjallajökli

Friday, October 8, 2010

Helgin framundan :)

Stefni á smá road trip um helgina, ætla að skella mér á Hvolsvöll seinnipartinn í dag og gista eina nótt hjá vinkonu, svo á laugardag ætla ég að keyra austur í Mýrdalinn og vita hvort ég finni ekki einhverja ættingja þar td á Vatnsskarðshólum og í Garðakoti. Ætla bara rétt að vona að það verði ekki eldgos svona rétt á meðan ég verð á svæðinu ehemm :/

Ferðasaga og myndablogg væntanlegt á mánudag :)))))

Eigið góða helgi elskurnar :)

Thursday, October 7, 2010

Á Selfossi


dúrí dúrí dúrí dúri dúrí rúúúúú..................

Fæðing númer 2 afstaðin, andartakið sem lítið kríli dregur andan í fyrsta sinn ÓMETANLEGT

Ætti ég kannski að verða ljósmóðir ???


Wednesday, October 6, 2010

Kraftaverk lífsins


Svo skauts það út eftir miklar þrekraunir hjá væntanlegri móður, litið kríli sem hafði verið að þroskast í móðurkvið í heila 9 mánuði var loksins komin í heiminn. Andartakið að heyra grátinn þegar stúlkan fæddist og horfa á foreldra sínu í fyrsta sinn var stórkostlegt. 10 fingur og 10 tær allt á sínum stað. Þreytt mamma, stoltur pabbi, gömul ljósmóðir og einn hjúkkunemi við öll lækkuðum róminn og horfðu á litlu stúlkuna. Á þessu andartaki var allt annað ómerkilegt.

Ég staulaðist svo heim ekkert svo löngu eftir fæðinguna þá hafði þessi nemavakt staðið í 16 klst, það er allt í lagi, ég sef bara seinna :)

Saturday, October 2, 2010

Ein ég sit og sauma...

Er alveg að fatta þetta
Mjög einbeitt
Sko þetta gat ég :)))

Friday, October 1, 2010

Smá fróðleikur um áfengi

Sit í tíma i geðhjúkrun og fyrirlesturinn fjallar um áfengissýki, ég ætla nú reyndar ekki að tala um það hérna heldur koma með smá fróðleik um áfengismagn með líkaminn þolir

Ein eining (unit) er 10ml af etanóli eða um 8gr.
Líkaminn ræður við vinna úr ca. 1 ein á klst.
Þetta er eitt 125ml glas af léttvíni (8%)
750ml af 12% víni eru 9 einingar
500ml af 5% bjór eru 2.5 einingar
(Magn í ml x %áfengi)⁄1000=einingar áfengis
Ath. Breytilegt eftir löndum

Hvað er í lagi drekka mikið?
Karlar: 21 eining á viku
T.d. 8 “stórirbjórar eða 2 léttvínsflöskur
Konur: 14 einingar á viku
T.d. 1.5 léttvín á viku
Gert er ráð fyrir áfengisins ekki neytt allst í einu og ekki alla daga.
Þar hafiði það
SKÁL!