Tuesday, August 19, 2008

Nýr staður - nýjir tímar

Já í dag var mikill merkisdagur. Aron Kári fór í fylgd móður sinnar í aðlögun til dagmömmunnar, yndæl kona sem býr skammt frá hýbýlum okkar. Ekki laust við að mömmuhjartað hafi slegið örar við þessa breytingu. Sjá litla ungann sinn feta fyrstu skrefin útí lífið og mamman ekki alltaf til takst en þetta er víst einn partur af lífinu. Eftir dagmömmu heimsókn fór drengurinn heim og pabbinn gætti hans meðan mamman steig sýn fyrstu skref í Háskólanum á Akureyri, enn og aftur sló hjartað örar og nú af tilhlökkun og spennu. Þetta gekk nokkuð vel og var gaman að sjá framan í hinar konurnar sem er í sama bekk. Samkvæmt innra neti háskólans þá er einn strákur skráður í bekkin en ég varð ekki vör við hann. Kannski varð hann hræddur við kvennastóðið sem arkaði inn ganginn ... hver veit

3 comments:

Villi said...

Hvað meinarðu eiginlega?? Drengurinn var hjá pabba sínum.

Ert þú að „gæta“ drengsins þegar hann er hjá þér?

Nei, þetta er ein ástæðan af hverju jafnréttið gengur hægt, mömmurnar treysta ekki pöbbunum, þ.a. þeir fá bara stundum að „gæta“ barnanna sinna!

Anonymous said...

Heyr, heyr...

Anonymous said...

Jú maðurinn þarf stundum að passa fyrir mig