Saturday, January 17, 2009

ok nýtt blogg



Núna í liðinni viku þá fór ég mina daglegu ferð niður í póstkassann okkar og sé þá í hillu er bunki af dagatölum. Ég kippi einu með enda finnst mér alveg bráðnauðsynlegt að hafa svoleiðis hlut innan seilingar á heimilinu. Á leiðinni upp í lyftunni þá fer ég eitthvað að kikja á þetta fína dagatal og sé þá að þetta er dagatal frá Akureyrarbæ og allt uppfullt af upplýsingum og fyrirfram merktum viðburðum á viðeigandi degi. Vááá þetta er bara tær snilld sko, allt sett inn sem viðkemur viðburðum í bæjarfélaginu hvort sem það snýr að menningu, skólamálum (starfsdagar í leik og grunnskólum, samrænd próf etc....) viðburðum, já bara öllu tengd bænum á einn eða annan hátt. Þetta finnst okkur sveitafólkinu mikil búbót :-)

2 comments:

Anonymous said...

Já þetta er bráðsniðugt. Gróðahugmynd kannski fyrir kvenfélagið..hmm.. ég viðra þetta við sigrúnu næst þegar ég hitti hana heheh :P

Anonymous said...

Hvenær er mín vænst í bæinn? Eru ekki annars allir stórviðburðir í dagatalinu?
kv. Bryndís