Saturday, March 5, 2011

Taskan góða

Svona lítur þessi elska út, gerð úr alls konar afgöngum og markmiðið var að hún kostaði ekkert

Fóðrið innan í er gömul gardína úr herberginu hans Daníels
Handfangið var heklað úr stuðlum ca 8cm á breidd sem ég saumaði svo saman og sneri við, svo það mundi líta betur úr og teyjast minna þegar taskan er full af girnilegu garni og tilheyrandi saumadóti.
Þetta er botninn á töskunni. Ég skar líka út pappaspjald úr pleymó kassa frá Aroni Kára til að hafa góðan og harðann botn sem ég saumaði í gardínuefnið.

Svo var þetta bara heklað eftir aðstæðum, garni og tíma í hvert sinni en oftast eftir nennu og hún var "hönnuð" jafnóðum og heklað var.

Græni hlutinn eru stuðlar og eftir ca 8 umferðir þá fór ég að hekla saman lykkjur í ca 4-5 umferðir til að hún mundi ekki enda miklu stærri að ofan en neðan




5 comments:

Villi said...

Flott taska, verður að segjast. Ekki er heldur slæm fyrsta myndin - eins og klippt út úr tískublaði, svei mér þá.

En auðvitað er taskan ekki ókeypis. Ekki gleyma að verðleggja þinn eigin tíma...

Sigga said...

Bara nokkuð "nett" hjá þér - svona eins og sumir myndu orða þetta.
kv.
Sigga

Gulla said...

Mjög flott taska Jóhanna mín og takk fyrir leiðbeiningarnar :-)

davíð said...

Hvernig gengur í blakinu með þessar neglur?

ég sjálf bara said...

æi Davíð talaðu við mig eftir nokkra tíma í viðbót