Saturday, September 11, 2010

Ég verð víst að standa við minn hluta samkomulagsins

og blogga hér með í 3. sinn í þessari viku. Jú ég er ferlega ánægð með mig svona miðað við fyrstu vikuna. Þetta er nú þarna í kollinum á mér og stundum dett ég í miklar pælingar um hvað ég geti eigilega bloggað um. Í dag er ég ferlega hugmyndasnauð enda litið gert um helgina nema bara kúra heima, þrífa og reyna að vera mamma svona meðfram öllu hinum. Á morgun er mikið að gera, við Aron Kári ætlum í réttir í fyrramálið og svo er stefnan sett á hópverkefnavinnu eftir hádegið ásamt því að læra og undirbúa komandi viku i skólanum. já það er nóg að gera að vera ein á Akureyrinni með 2 stráka og vera fullu háskólanámi.
Held ég dríf mig í háttinn enda stór dagur framundan....

Stey tuned... mánudaginn má lesa rollublogg vúppí




btw... Aron Kári er sannfærður um að það búi tröll undir brúnni á myndinni og eyðir miklum tíma í að stara útum gluggann í stofunnií þeirri von að tröllið sýni sig... eitt veit ég... þessi þolinmæði sem drengurinn hefur er svo sannarlega ekki komin frá mér ;)

5 comments:

davíð said...

Réttir?!

Kemur þá rollublogg eftir helgi með myndum og alles? Þú ert þá sveitastelpa eftir allt saman.

Anonymous said...

ég hlakka geðveikt til að lesa rollublogg hjá þér. Ég bíð spennt eftir að komast í sveitina eftir eina og hálfa viku að elta rollurassa um öll fjöll.
kv.
Sigga.

Villi said...

Ég fylgist samviskusamlega með og skrái allt niður. Hér ríkir líka rollubloggseftirvænting

Halla Dalsmynni said...

Þú ert orðin hluti af mínum daglega bloggrúnti.

Anonymous said...

KOmmon skvís bara fimm dagar eftir ein með strákana og svo færðu LANGT frí frá okkur meðan þú verður í borginni. Njóttu þeirra meðan þú getur ;-)

Kveðja
Fyrirvinnan