Monday, September 13, 2010

Rollublogg meeeeeeeee.......


Við Aron Kári skelltum okkur í smá sveitabíltúr á sunnudagsmorgun. Förinni var heitið í Fnjóskadal en þar var búið að bjóða okkur í réttir. Við lögðum í hann um kl 9 og vorum mætt á svæðið um kl 10. Bærinn sem réttin stendur við heitir Þverá í Dalsmynni en vinkona okkar sem bauð okkur er tengdadóttir ábúenda þar. Þetta var hin skemmtilegasta ferð og vorum við Aron Kári mjög ánægð og ætlum svo sannarlega að mæta aftur að ári hvort sem það verður í þessari sveit eða annarsstaðar.

Tók nokkrar myndir á gemsann minn, njótið vel :)

Séð yfir réttina


Gerðum smá gagn og stóðum fyrir




Djúpar samræður



Kjötsúpa anyone??



Hin alíslenska sauðkind


Efnilegur sveitapiltur

4 comments:

davíð said...

Staðið fyrir og allt?

Jóhanna, þú ert að massa þetta.

Anna Kristín said...

Kvitt kvitt.

Anonymous said...

Ég mæli með að þú skellir þér í almennilegar göngur með mér áður en mörg ár líða, það reynir á! Er geðveikt ánægð með þig - ég hlýt að vera farin að fá stuðning þinn með að fara í réttirnar á haustin.
kv.
sigga

Litið blogg úr villta vestrinu said...

Sigga nefndu bara stað og stund og ég mæti .... svo framarlega að ég verði ekki upptekin i skóla og verknámi eða vinnu eða eða eða
HAHAAHHAAHAAHAHAAHAHAHAAAA