Monday, September 27, 2010

Einmanna í norðrinu


Jæja strákanir mínir allir fluttir vestur og ég er ein eftir á Akureyri. Búin að skrá mig sem fjarnema og lögheimilið komið vestur á firði. Á föstudaginn er förinni heitið til Reykjavíkur og gist eina nótt og svo er það bara Selfoss í heilar 2 vikur á fæðingardeildinni í verknám, nóg að gera hjá mér. Er samt farin að sakna drengjanna minna strax en þetta verður fljótt að líða.

Njótið dagsins


Thursday, September 23, 2010

Upptekin...

..... við að pakka búslóðinni og má ekkert vera að þvi að blogga, brottför á laugardag


Tuesday, September 21, 2010

Vísindaferð


Í háskólanum er reglulega farið í nokkrar vísindaferðir, í þessum ferðum hef ég heimsótt ýmsa staði og upplifað nýja hluti. Á föstudagskvöldið var farið í slökkvistöðina á Akureyri og þar eyddum við rúmum 2 klukkutímum við hinar ýmsu athafnir, hér eru nokkrar myndir um hluti sem ég ýmis gerði eða ekki......


Upp með körfubílnum 27m .... ekki ég, er alltof lofthrædd


Reykköfun jebb that´s me :)


Sprauta vatni með stórri slöngu jább með smá aðstoð því krafturinn í svona er rosalegur


Keyra slökkviliðsbílinn, ónei ég náði ekki niður á pedallanna



Drekka nokkra mohitjoa og bjóra á Cafe Amor eftir heimsóknina HELL YEA!!!!!!!!

Sunday, September 19, 2010

aaaaaaatttttttjjjjjjúúúúúú


Föstudagskvöldið var æði, við hjúkkuskvísur fórum á slökkviliðsstöðina í vísindaferð og það var æði bara í alla staði, teknar voru nokkrar myndir þar sem ég set inn síðar. Ég nældi mér í flensuskít í leiðinni og er búin að liggja lárétt alla helgina með hor hósta og hita. Planið er að hrista það af sér því í kvöld er dinner og leikhúsferð með mínum heittelskaða á dagskrá og eigilega eina tækifærið okkar til þess að gera svoleiðis saman áður en við flytjum vestur.
Sökum heilsubrest læt ég þetta blogg duga í bili :/


Friday, September 17, 2010

pffff.... blogg er blogg sko


Ég óska eftir þvi að þetta bloggdót mitt verði minnkað í 2 pistla á viku, það sér það hver maður að það er erfitt að blogga 3 daga í viku enda eru fáir í þessari fjölskyldu sem gera það. Elsku Villi minn viltu minnka kröfurnar í 2 skipti á viku og ég lofa þvi að koma þá með mun innihaldsríkara blogg *englabros*

Annars er magnað kvöld framundan sem mun innihalda amk tvo skemmtilega hluti og hér fyrir neðan má sjá smá sýnishorn






Wednesday, September 15, 2010

vóóó

ég þarf að blogga í kvöld.... hugmyndir eru akkurat engar...... sorry

Kveðja úr norðrinu

Monday, September 13, 2010

Rollublogg meeeeeeeee.......


Við Aron Kári skelltum okkur í smá sveitabíltúr á sunnudagsmorgun. Förinni var heitið í Fnjóskadal en þar var búið að bjóða okkur í réttir. Við lögðum í hann um kl 9 og vorum mætt á svæðið um kl 10. Bærinn sem réttin stendur við heitir Þverá í Dalsmynni en vinkona okkar sem bauð okkur er tengdadóttir ábúenda þar. Þetta var hin skemmtilegasta ferð og vorum við Aron Kári mjög ánægð og ætlum svo sannarlega að mæta aftur að ári hvort sem það verður í þessari sveit eða annarsstaðar.

Tók nokkrar myndir á gemsann minn, njótið vel :)

Séð yfir réttina


Gerðum smá gagn og stóðum fyrir




Djúpar samræður



Kjötsúpa anyone??



Hin alíslenska sauðkind


Efnilegur sveitapiltur

Saturday, September 11, 2010

Ég verð víst að standa við minn hluta samkomulagsins

og blogga hér með í 3. sinn í þessari viku. Jú ég er ferlega ánægð með mig svona miðað við fyrstu vikuna. Þetta er nú þarna í kollinum á mér og stundum dett ég í miklar pælingar um hvað ég geti eigilega bloggað um. Í dag er ég ferlega hugmyndasnauð enda litið gert um helgina nema bara kúra heima, þrífa og reyna að vera mamma svona meðfram öllu hinum. Á morgun er mikið að gera, við Aron Kári ætlum í réttir í fyrramálið og svo er stefnan sett á hópverkefnavinnu eftir hádegið ásamt því að læra og undirbúa komandi viku i skólanum. já það er nóg að gera að vera ein á Akureyrinni með 2 stráka og vera fullu háskólanámi.
Held ég dríf mig í háttinn enda stór dagur framundan....

Stey tuned... mánudaginn má lesa rollublogg vúppí




btw... Aron Kári er sannfærður um að það búi tröll undir brúnni á myndinni og eyðir miklum tíma í að stara útum gluggann í stofunnií þeirri von að tröllið sýni sig... eitt veit ég... þessi þolinmæði sem drengurinn hefur er svo sannarlega ekki komin frá mér ;)

Thursday, September 9, 2010

Handavinnublogg

Hér er teppi sem ég er að hekla fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn, hann valdi grænan lit á teppið og því fór ég útí búð og keypti alls konar grænan lit. Þessi mynd var reyndar tekin fyrir 2 vikum og í dag er ég alveg að verða búin með teppið.. Þá kemur aftur handavinnublogg með mynd af herlegheitunum en þangað til læt ég þetta duga :)

Tuesday, September 7, 2010

Símasamband heimsálfana á milli.....













jáhá... minn elskulegi bróðir sem býr hinu megin á hnettinum gerði samkomulag við mig í símann í dag. Samkomulagið var á þá leið að ég fæ að vera í Æsufellinu á meðan verknámi stendur í stórborginni Reykjavík gegn þvi að blogga 3x í viku!!! jæja ég verð að standa við minn hluta og þvi er þetta fyrsti bloggpistillinn af mörgum næstu vikurnar. Ég reyni að fá einvherjar stór sniðugar hugmyndir um blogg og þið verðið að vera dugleg að kvitta fyrir komuna og hverja mig áfram :)